Spörsarinn = Óforbetranlegur leiðinda fótbolti


Miklar vangaveltur eru þessa dagana um stöðu Spörsarans á stjórastólnum á Carrow Road. Eins og kunnugt er þá hef ég verið verulega gagnrýninn á stjórann það sem af er þessa árs. Tölfræðin talar sínu máli auk þess sem fótboltinn sem boðið er upp á er álíka spennandi og harðlífi.

Því meira sem ég hugsa það þeim mun sannfærðari er ég um nauðsyn þess að skipta út.  Það má vera að við eigum eftir að taka 2 -3 míní-rönn á þessu tímabili og það má jafnvel vera að við eigum eftir að skila okkur í þokkalegt sæti um miðja deild, þegar upp er staðið í vor.
Það sem stendur í mér og vegur í mínum huga þyngst, er sú sannfæring að hversu þægilegt sætið er sem við í besta falli gætum náð, þá verður fótboltinn aldrei nema leiðinlegur. Stíll og taktík þessa stjóra er mér engan veginn að skapi og ég sé það ekki breytast.

Fyrrum leikmenn hafa íjað að því sama í viðtölum eftir að hafa yfirgefið félagið. Morison kvartaði eftir að hann fór frá félaginu og hér er síðan tilvitnun í Hestinn og hans upplifun á þeirri breytingu sem átti sér stað við seinust stjóraskipti:

I felt my career at Norwich had run its course when I left for Wigan this summer. I didn’t enjoy the last year. Don’t get me wrong, I still had some good times that year and made some good friends among the lads but I just didn’t enjoy my football.

At the end of the season it was successful and kept us up but I didn’t enjoy playing the way we were and I thought it was right for me to move on.

Under Paul Lambert we used to attack and press and be more high tempo. We scored something like 32 goals in the last 15 minutes under him at Norwich. He had the enthusiasm and attitude, ‘You score two and we’ll score three’. As a forward, I was getting chances and people were around supporting to me.

Chris Hughton was much more defensive. He wanted to do everything in shape but I was a lot more isolated and doing more defensive work than I did.

It’s a team game and who am I to dictate what I want to do? So I did my job for the team, I achieved what I wanted to at the club and Norwich stayed up – which I hope they do again – and I thought the time was right to go.

They’d signed lads to bring in and if he wanted his own men in to play his style that was fine.

Augljóst er af þessu og öðrum viðbrögðum sem maður hefur heyrt að ekki var mikil kátína á Carrow hjá þeim leikmönnum sem spiluðu mest undir stjórn Lamba. Nýr maður kom inn með því sem næst algjörlega andhverfu þess hugsunarháttar sem hafði viðgengist og mórallinn beið hnekki.  Síðan hafa jafnvel stöku athugasemdir og „Tvít“ annarra leikmanna einnig mátt túlka sem nettan pirring á leikaðferð Spörsarans.

Stjórinn segir meira og minna alla réttu hlutina og segist skilja væntingarnar og svo framvegis. Það sem hann hins vegar gerir (eða gerir ekki) er engan veginn þess eðlis að jafnvel þó einhver skilningur sé fyrir hendi þá er ekkert sem bendir til breytinga. Með örfáum undantekningum inn á milli er þetta sama andskotans, leiðinda, negatíva hnoðið leik eftir leik.

Ég ætla að vona að samanlagt tap gegn Manchester-liðunum upp á 10-0 eða svo verði nóg til að ýta Chris Hughton yfir þröskuldinn. Ég sé ekki annað í kortunum og spái 6-0 fyrir City á laugardaginn.

33 thoughts on “Spörsarinn = Óforbetranlegur leiðinda fótbolti”

  1. Ég fékk gæsahúð við lestur síðustu setningarinnar í þessum pistli!

    Rosalegasta spá sem ég hef séð frá vefstjóranum. Vonlaus er hann orðinn og jafnvel þó hann viðurkenni að hugsanlega sé Spursarinn ekki að fara að falla með liðið þá spáir hann samt 6-0 tapi. Ég leyfi mér að velta fyrir mér hvort hann hreinlega VONI að spá sín gangi eftir? Þá væri Spursarinn allur og þess virði að taka á sig tapið til þess að fá nýjan og meira spennandi stjóra – og í tæka tíð fyrir leik árþúsundsins á St. Jamse´s Park sem ekki er langt í.

    Hingað til hefur vefstjórinn aldrei viðurkennt að vona að sínir menn tapi til þess að losna við glórulausan stjóra, sama í hvaða stöðu liðið er komið. Hér er því um mikla stefnubreytingu að ræða.

    Ég verð víst að smella frá mér smá pósti um mína menn og spá. Eftir þriggja leikja sigurrönn þá er komið að útivelli í þetta skipti. Heimsókn í Félagsheimilið Sólvang (heimavöll Fulham). Fúlir hafa verið frekar leim á þessu tímabili og fátt gott að gerast. Sigurinn gegn Örnunum var ljósið í myrkrinu en því fylgt á eftir með skíttapi. Níu skoruð mörk í jafnmörgum leikjum er líkast til ekki eitthvað til að gleðja stuðningsmenn. Ætli ég smelli þá ekki bara tæpum 0-1 sigri minna manna á þetta.
    Látum nokkrar spár fylgja með.
    Newcastle-Chelsea 1-2 (Vélinn að fara í gang hjá Móra)
    Stoke-Southampton 0-0
    Man.City-Norwich 8-0 (hef reyndar enga trú á þessu, varð bara að slá út spá vefstjórans)
    Fulham-Man.Utd. 0-1
    West Ham-Aston Villa 2-0
    W.B.A.-C.Palace 2-2
    Hull-Sunderland 3-0
    Arsenal-Liverpool 4-4
    Everton-Tottenham 1-1
    Cardiff-Swansea 4-1

      1. Jafn mikið og ég hefði gaman af að sjá DC gera atlögu að úrvalsdeildarsæti þá sé ég það ekki gerast í bráð. Ég er þó bjartari en í tíð Klöffarans en þá útilokaði ég það alfarið og til lengri tíma. Forsendurnar hafa mjakast í rétta átt. Ég tel að heimamenn taki þetta með einu marki og geri ráð fyrir að Hrútarnir skili sér í þægilegt sæti um miðja deild í vor.

        Annars hef ég verið að missa áhugann á Hrútunum. Mér er eiginlega að verða svolítið sama. Sennilega er það bara söknuður eftir rödd Seniorsins. Ég hugsa að það myndi kynda undir áhuganum ef heyrðist hljóð úr hans horni.

    1. Ekkert hefur breyst. Tek 3 stig frekar en 6 – 0 tap. Ég skal þó viðurkenna það fúslega að ef það liggur fyrir að tapa þessum leik þá vona ég að við gerum það með nægilega afgerandi hætti þannig að stjórastaðan verði tækluð í kjölfarið.

  2. Já það vantar ekki upp á sleggjurnar frá vefstjóra þessa dagana. Þetta er náttúrulega alltaf spurning um hvort maður velur leikstíl fram yfir árangur. Reyndar er árangurinn ekki upp á marga fiska núna þannig að ég skil vel gremju vefstjórans í garð hins gríska leikstíls Spörsarans (eða leikstíl Gauja Þórðar með íslenska landsliðinu). Ég er þó ekki jafn svartsýnn og þið félagarnir fyrir leik þeirra gulu um helgina. Mér er enn í fersku minni þegar að djöfulsins auminginn Mancini stýrði Man. City til taps gegn Norwich sem olli því að ég varð af dágóðum potti seðla sem runnu beint í hendur vefstjóra. Á sama tíma fengu Man.United 5 mörk á sig í lokaleik Sir Alex og má því segja að þessi litla keppni okkar hafi endað með slíkum hætti að ekki einu sinni J.R.R. Tolkien hefði haft hugvit til að skapa þennan gjörning.

    Hér kemur mín spá fyrir helgina.

    Newcastle-Chelsea 0-2 Menn Móra eru smám saman að finna taktinn og líklega verður þessi Abramovich pest á toppnum í maí. Ég sem var farinn að sjá fram á að þetta helvíti væri að renna sitt skeið á enda.

    Stoke-Southampton 0-0 Sammála Alla. Bara til að ákveðnir menn skori mörg stig í fantasy.

    Fulham-Man.Utd. 1-3 Fúlir komast yfir með hefndarmarki Berbatov. Moyes nær sætum útisigri á Craven Cottage þar sem Wayne Rooney heldur áfram að spila frábærlega.

    Man.City-Norwich 2-1 Negredo og Aguero skora fyrir City. Turner stangar inn boltann eftir hornspyrnu fyrir þá gulu.

    West Ham-Aston Villa 1-1 Strákarnir sitja í 15 sæti með 9 stig, stigi minna en AV sem er sæti fyrir ofan. Lítið hefur gengið hjá Villa eftir frábæran útisigur á Emirates í fyrstu umferð. Þetta verður bölvað hnoð sem endar með einum punkt á hvort lið.

    WBA- Crystal Palace 0-2 Palace nær óvæntum útisigri. Ekki er Anelka að fara að skora…..

    Hull-Sunderland 4-0 Hull situr í 10 sæti eins og er og það má aldeilis segja að Steve Bruce sé að gera góða hluti í gömlu hafnarborginni. Liðið er búið að sýna að það getur strítt stóru liðunum og liðsheildin augljóslega samrýmd. Þetta verður easy saturday á KC Stadium.

    Arsenal-Liverpool 1-0 Toppslagur. Lið þekkt fyrir sóknarbolta að undanförnu. Bæði lið munu mæta til leiks með það í huga að tapa leiknum ekki. Gunners ná þó að lauma inn einu marki seint í síðari hálfleik. Giroud þar að verki eftir sendingu frá Özil.

    Everton-Tottenham 1-2 Sterkur útisigur hjá Spurs. Gylfi fær að spila eftir góðan leik í vikunni gegn Hull.

    Cardiff-Swansea 1-1 Malky gegn Laudrup í welskum slag. Það verður allt í járnum og Höddi Magg mun láta eins og leikurinn sé mun merkilegri en hann er í raun… knattspyrnulega séð.

    QPR-Derby 2-2

    1. Þú ert magnaður Heiðar og ég er þér þakklátur fyrir hvað þú ert að koma öflugur hér inn. Sýnist að ég verði að koma með spá fyrir þá leiki sem þið bræður eruð búnir að spá fyrir. Hvernig fór þetta annars seinast hjá okkur? Malaði ég þig ekki þarna um daginn?

      1. Takk fyrir það kæri vefstjóri. Lít á þetta sem bæði skyldu-og ánægjuverk enda síðan partur af mínum daglega (og nauðsynlega) netrúnti. Síðast fór þetta þannig að við vorum báðir með 4 leiki rétta en þú hafðir vinninginn þar sem þér tókst að giska á rétta markatölu í leik Stoke og WBA (0-0).

  3. Newcastle-Chelsea 1 – 2 Já, andskotinn. Sennilega er ekkert annað sem kemur til greina.
    Stoke-Southampton 0 – 0 Hljómar ágætlega
    Man.City-Norwich 6 – 0 Eins og áður sagði
    Fulham-Man.Utd. 0 – 2 Moyesarinn mjakast í rétta átt.
    West Ham-Aston Villa 1 – 2 Sama gerir Lambi
    W.B.A.-C.Palace 2 – 0 Í mínum huga er komið að öruggum sigri West Brom
    Hull-Sunderland 2 – 2 Nýr stjóri nær í stig
    Arsenal-Liverpool 2 – 1 Wenger er nú Stjórinn og reynslan skapar sigur í dag.
    Everton-Tottenham 2 – 1 Hef bara trú á Martinez og Everton.
    Cardiff-Swansea 2 – 1 Meira óskhyggja en nokkuð annað. Malky er vinur minn.

  4. Newcastle-Chelsea 1 – 3 Pardew fær reisupassann
    Stoke-Southampton 1 – 1 Smá hiksti hjá Southampton
    Man.City-Norwich 4 – 0 Spursarinn fær reisupassann
    Fulham-Man.Utd. 1-1 sem betur fer
    West Ham-Aston Villa 2-2 bara af því
    W.B.A.-C.Palace 3 – 0 CP ömurlegt lið
    Hull-Sunderland 1-0 Hull eru býsna seigir og Poyet fer ekki að redda þessu Sunderlandliði
    Arsenal-Liverpool 2- 2 nagdýrið fiskar víti á lokamínútunum og gerrard jafnar úr því
    Everton-Tottenham 3 – 1 Hef bara mikla trú á Martinez og Everton.
    Cardiff-Swansea 0 – 3 Swansea fara að hrökkva í gang

  5. Lið NC í dag:
    Ruddy; Martin, Turner, Bassong (c), Whittaker; Pilkington, Fer, Johnson, Olsson; Howson; Hooper
    Bekkurinn:
    Bunn (GK), Hoolahan, Elmander, Garrido, Becchio, R Bennett, Josh Murphy.
    Sennilega eins og við mátti búast svona miðað við meiðsli og annað.

  6. Hvar á maður að byrja?

    Allavega þá er ljóst að vefstjóri var ekki að skjóta yfir markið þegar hann talaði um 10-0 tap samanlagt fyrir Manchester liðunum. Niðurstaðan varð 11-0. Ég verð nú að viðurkenna að 8-0 spá mín var sett fram í hálfkæringi, eins og ég hafði raunar bent á, en ég ætla engu að síður að monta mig nokkuð að því að hafa verið svona nærri lagi.

    Ok – ljóst er að þessi tvö lið eru með þeim sterkustu í deildinni en kommon, 11-0!!! Dagar Spursarans hljóta að vera taldir!! Ég held að það sé ekki úr vegi að vefstjóri setji fram svona 5-7 nafna óskalista ekki seinna en í fyrramálið. Ég vil benda á að Hull situr í þægilegu 10. sæti með Steve Bruce í broddi fylkingar. Það er víst ekki nógu góður árangur fyrir vefstjórann.

    Að lokum vil ég svo benda á að ég hitti beint í mark í stórleik helgarinnar, QPR vs. Derby.

      1. Ég hef aðeins eitt um þetta að segja í bili. Þú getur sparað þér þessi Brúsa-komment. Maðurinn er í vinnu og tæplega raunhæft að ætla að áhugi sé fyrir því að kaupa hann út, dýrum dómi. Annað hvort tökum við þessa umræðu á vitrænum forsendum eða við getum sleppt henni. Ég er þá ekki að segja að ekki megi henda nöfnum í hattinn í hálfkæringi en menn verða þá að viðurkenna að svo sé.

          1. Þetta er ekkert flókið! Auðvitað er það ekkert þannig að einungis komi til greina atvinnulausir stjórar. Hvurslags andskotans vitleysa er þetta!? Hins vegar held ég að það þurfi enga sérfræðinga til að átta sig á því að Brúsinn er ekkert það undrabarn í sínu starfi að nokkur klúbbur fari á eftir honum með gull og græna á þessum tímapunkti.
            Þ.a.l. tel ég þessar vangaveltur algjörlega út í hött.

  7. greinilegt að vefstjóra er heitt í hamsi en Neil Warnock er auðvitað á lausu og ég er hissa á því af hverju nafn hans hefur ekki komið upp í þessari umræðu miðað við hve vefstjóri hefur verið lausbróka gagnvart honum í gegnum tíðina 🙂

  8. Hvað er nú að Steve Bruce?? Ég fæ ekki betur séð en að hann sé að gera ótrúlega hluti með þetta Hull-lið. Hann kom þeim upp í fyrra against all odds og er í 10. sæti eins og staðan er. Hann lék með Norwich við góðan orðstír á sínum tíma. Why the hell not??

  9. Af hverju ekki Steve Bruce ? Nú veit ég ekki alveg hvaða kanónur vefstjóri er helst að horfa til, en þrátt fyrir að vera best rekni knattspyrnuklúbbur í heimsveraldarsögunni að þá er starfið ekki hugsa ég það eftirsóknarvert. Hinsvegar, gæti orðið ágæt lending fyrir Deliu að ráða til sín Steve Bruce. Þarf svosum ekkert að rökstyðja það frekar en búið er að gera hér að ofan.

  10. Hvað með Ally McCoist? Hann er skoskur, legend náttúrulega, hefur góð sambönd og hefur farið ágætlega af stað á sínum stjóraferli.

    Annars eru þessar vangaveltur ef til vill óþarfar. Ég var nefnilega að lesa að Spursarinn teldi sig ennþá vera rétta manninn í starfið.

Leave a comment