Tippdeild hennar hátignar – 15. umferð


Það dró til tíðinda í seinustu umferð þar sem toppmenn tóku skelli og gáfu þar með öðrum von fyrir seinustu umferðirnar.

Hér kemur 15. umferðin sem spiluð er 5.-7. næst komandi:

Stoke – Man.City                               1x
Arsenal – Sunderland                      x2
Man.Utd – West Ham                     x2

Southampton – Aston Villa            2
Swansea – Leicester
Watford – Norwich

W.B.A. – Tottenham
Chelsea – Bournemouth                x2
Newcastle – Liverpool                    1x

Everton – C.Palace
Bolton – Cardiff                                    1
Bristol City – Blackburn
N.Forest – Fulham

Tippdeild hennar hátignar – 14. umferð


Slagurinn heldur áfram. Enn er nægur tími fyrir sviptingar en óneitanlega er staða Dodda orðinn verulega sterk á toppnum.

Næsta umferð býður upp á allmarga möguleika á bónus-stigum svo lengi sem úrslitin fylgja slíkum spádómum. Reynslan segir að svona seðill geti boðið upp á ca. 10 stiga mun á efsta og neðsta manni þegar upp er staðið.

Aston Villa – Watford
Bournemouth – Everton
C.Palace – Newcastle

Man.City – Southampton                x2
Sunderland – Stoke
Leicester – Man.Utd                            1

Tottenham – Chelsea                          2
West Ham – W.B.A.                              2
Liverpool – Swansea                          x2

Norwich – Arsenal                              1x
Fulham – Preston                                  2
Huddersfield – Middlesbro            1
Q.P.R. – Leeds                                         2

Svartur október að baki


Það er orðið allnokkuð síðan ég fór yfir stöðuna hjá mínum mönnum, svona í alvíðasta skilningi þess hverjir „mínir menn“ eru. Martraðar bolta-október er að baki og vonandi eru bjartari tímar framundan. Það var bókstaflega ekkert hjá mínum félagsliðum sem gladdi mig og hvorki fyrr né síðar hef ég upplifað jafn magra samanlagða uppskeru þeirra.

13 leikir, 1 sigur, 1 jafntefli og 11 töp! Markatalan 15 – 31.
Ef ég væri hjátrúarfullur þá væntanlega hefði ég sett þetta í samhengi við að ákveða að gefa upp á bátinn regluleg pistlaskrif, og þá sem refsingu fyrir þá ákvörðun. Hins vegar er því ekki fyrir að fara og um leið og þessi svarti október kvaddi er bjartara yfir.

Stærstu tíðindin eru auðvitað brottrekstur Moyes frá Sociedad. Ég fór ekki fjarri í spádómum mínum um þessa stjóratíð og jafn mikið og ég óskaði þess að hann næði undir sig fótunum í þessu starfi þá náði hann aldrei nokkru flugi.

Eusebio Sacristán er maðurinn sem tekur við. Þessi ráðning kom allnokkuð á óvart. Sacristán á enga reynslu að baki sem stjóri í La Liga á eigin fótum. Eitt tímabil í næst efstu deild með Celta en annars aðstoðarstjóri hjá Barcelona og stjóri Barcelona B (samanlagt í u.þ.b. áratug).
Fyrsti leikur nýs stjóra er heimaleikur á laugardaginn gegn Sevilla.

Mínir heimamenn misstu fótana í lok september eftir bestu byrjun frá upphafi vega. Skyndilega kannaðast maður ekki við þann mannskap sem klæddist búningi félagsins en þarna voru samt sömu piltarnir og maður átti að venjast en fótboltinn horfinn veg allrar veraldar.

Seinasti leikur var sigurleikur og sá fyrsti slíkur í seinustu 7 leikjum. Þetta er því vonandi allt að smella á nýjan leik enda býr mikið í þessum hópi.
Næsti leikur er úti gegn Hamilton á sunnudaginn og það dugar ekkert nema sigur ef halda á í við Celtic (og Hearts) í toppslagnum.

Mínir menn í úrvalsdeildinni átti afleitan októbermánuð og fengu ekki stig auk þess sem þeir féllu úr deildarbikarnum í vítaspyrnukeppni gegn Everton. Á móti kemur, að ef undan er skilin einn leikur þá var spilamennskan fjarri lagi afleit en lánleysið algjört. Það er því mín skoðun og margra pöndita að svo lengi sem menn fari ekki í eitthvað panik þá sé engu að kvíða.

Seinasti leikur var sigurleikur og engin merki um neinskonar örvilnan. Sör Alex hefur brugðist við, eins og hann gaf í skyn að hann myndi gera, eftir stigaleysi úr undanförnum leikjum með því að draga ögn saman seglin í sóknarleiknum og minni áhersla á „possession football“ en meiri áhersla á varnarleikinn.
Það hefur gjarnan verið hlutskipti liðsins í seinustu leikjum að vera meira með boltann, stýra leiknum, langtímum saman, skapa færi en nýtingin ekki góð. Hafa svo þurft að taka kjaftshöggin í skyndisóknum andstæðingsins.
Það er lítil huggun í því að hafa flotta tölfræði eftir leik ef þú hefur tapað.

Næsti leikur er áhugaverður fyrir margt. Útileikur gegn Chelsea og allra augu beinast að Stamford Bridge þar sem staða Móra er orðin ansi þröng. Auðvitað kemur að því að þetta fokdýra lið rétti eitthvað úr kútnum og komi sér í þokkalega stöðu í deildinni. Vonandi verður samt bið á því í bili og ekki yrði það leiðinlegt ef mínir næðu að velgja þeim bláu duglega undir uggum og auka enn frekar á þrýstinginn á brottrekstur en sumir sparkspekingar telja það nánast óumflýjanlegt að ef illa fer fyrir heimamönnum í þessum leik, þá séu dagar Móra taldir.

Tippdeild hennar hátignar – 13. umferð


13. umferð kemur hér inn óvenju snemma, svona til að halda mönnum við efnið þessa fótboltasnauðu daga. Þetta eru leikir sem fara fram þann 21. n.k.
þessi umferð gæti mögulega sveiflað mönnum all rosalega. Sjaldan verið jafn margir möguleikar gefnir á bónusstigum, eða í 10 leikjum af 13 eins og sjá má. Það er því mikið undir og full þörf á að leggja höfuðið í bleyti áður en spádómar eru negldir endanlega niður.

Watford – Manchester United                   1
Chelsea – Norwich                                            x2
Everton – Aston Villa                                       x2

Newcastle Utd – Leicester
Southampton – Stoke City
Swansea – Bournemouth                               2

W.B.A – Arsenal                                                  1x
Manchester City – Liverpool                       2
Tottenham – West Ham                                 2

Crystal Palace – Sunderland                       x2
Derby – Cardiff                                                    x2
MK Dons – Fulham                                              2
Preston – Blackburn

Tippdeild hennar hátignar – 12. umferð


Enn á ný stökkva spekingar Boltaspjallsins til og senda inn spádóma sína heimsbyggðinni til hagsbóta. Keppni er jöfn og spennandi. Bilið á milli efstu og neðstu manna gekk allnokkuð saman í seinustu umferð.
Áhugasamir finna krækju á síðu deildarinnar hér að ofan.

Bournemouth – Newcastle
Leicester – Watford
Man.Utd – W.B.A.                                x2

Norwich – Swansea
Sunderland – Southampton
West Ham – Everton

Stoke – Chelsea                                      1
Aston Villa – Man.City                       1x
Arsenal – Tottenham                          2

Liverpool – C. Palace                           x2
Fulham – Birmingham
Huddersfield – Leeds
Hull – Middlesbrough