Júnæted yfirleitt léttir í gegnum tíðina. Dugar það í kvöld?


Bikardagur í dag og mínir menn á leið á Old Trafford í 8 liða úrslitum Capital One Cup. Það er ár og öld síðan NC hafa átt eitthvert athyglisvert bikar-rönn.  Satt best að segja er það harla ólíklegt að það sé að breytast EN, maður veit aldrei.

Eitt er alla vega athyglisvert í þessu samhengi og það er sú staðreynd að í gegnum söguna þá hafa NC haft betur í bikarviðureignum gegn Man.Utd þegar allt er talið.

8 sinnum hafa félögin att kappi og NC hefur vinninginn:         5 – 1 – 2    14 – 10  

Best að hafa þessi orð ekki mikið fleiri um þetta en leita huggunar í þessari tölfræði nú þegar frekar hart er á dalnum og vona það besta.

16 thoughts on “Júnæted yfirleitt léttir í gegnum tíðina. Dugar það í kvöld?”

  1. Ég veit ekki hvað maður á að halda fyrir leikinn í kvöld (leik áratugarins!) Mínir menn eru búnir að sigra tvo leiki í röð sem telst vera “rönn” undir stjórn Moyesanator. En þeir hafa nú báðir verið í tæpari kanntinum, sigranir tveir.

    Ætli ég setji ekki 1 á þetta samt. Reynslan það sem af er tímabils hefur sýnt að “fringe” leikmenn ManUtd er síst ólíklegri til þess að gera vel en þeir sem byrja flesta leiki. Höfum þetta 2-1. Hernandez og o.g hja Ruddy fyrir Utd og Bennett fyrir þá gulu.

    Reynslan sýnir reyndar að þegar nýir stjórar taka við stóru klúbbunum á Englandi að þá setja þeir oft furðu mikla áherslu á hrákadallinn. Þannig var það t.d. með Móra í fyrra skiptið hjá Chelsea og Benna hjá Liverpool. Líkast til horfa þeir á þetta sem tækifæri til þess að fá “ódýran” titil eins snemma í stjóratíð sinni og hægt er til þess að bústa upp móralinn og tiltrúna á liðinu og sjálfum sér. Þannig að mér finnst nú ekki ósennilegt að Sir David muni hugsa á þessum nótunum. Ég spái því þó að Rooney byrji á bekknum.

    1. Ruddy er nú ekki orðinn áskrifandi af mistökum eins og kollegi hans hjá Man.City. Tel ólíklegt að við skorum mark og enn ólíklegra að Bennett skori. Elliott Bennett er meiddur og Ryan Bennett er ólíklegur til að byrja leik ef þá nokkuð að koma inná.
      Mér þykir einnig mjög ólíklegt að framherji NC skori mark. Í fyrsta lagi er ólíklegt að meira en einn framherji verði inná í einu. Í öðru lagi verður sá framherji væntanlega á öruggast svæði í heimi mestan hluta leiksins. Einangrunin verður svo algjör að hann væri aldrei í hættu jafnvel þó skæð drepsótt gengi yfir allan völlinn. Hann einn myndi lifa hana af. Alla vega þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að smitast af boltanum því hann fær hann aldrei!

      Annars er það helst í fréttum að miðarnir á Newcastle leikinn voru að koma í hús. Vonandi verður bjartara yfir mínum mönnum og vonarglæta að sjá þokkalegan fótbolta. Kannski verðum við stjóralausir þann 23.

  2. Athyglisvert liðsval eins og við mátti búast:
    Bunn; Whittaker, R. Bennett, Bassong, Garrido; Snodgrass, Fer, Johnson, Redmond; Hoolahan; Elmander.
    Subs: Nash (GK); Martin, Howson, Hooper, Pilkington, Becchio, Murphy

    United:
    Lindegaard; Rafael, Ferdinand, Vidic, Büttner; Zaha, Cleverley, Jones, Young; Januzaj, Hernandez.
    Subs: Amos, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Fabio, Valencia

    1. Bæði lið mikið breytt frá seinasta leik. 9 breytingar hjá MU og 8 hjá NC.
      Óskaplega dapurt hjá mínum mönnum í fyrri hálfleik og Fer bætir rós í hnappagatið með aulalegum viðskiptum sínum í vítateignum þar sem engin ástæða var til að reyna að tækla andstæðinginn. “Soft penalty” sögðu lýsendur og sýndist mér það tilfellið.
      Um Johnson sá ég þessi ummæli: “Appears to be unclear on the basics of passing to people in the same team” laukrétt, algjörlega vonlaus.

      Verð hissa ef Spörsarinn gerir einhverjar breytingar fyrr en það er orðið of seint.

      1. Þetta fór eins og það var líklegast að það færi. (Segi ég og leikurinn er ekki búinn) Algjörlega steindautt, leiðinlegt og bitlaust.
        Farinn inn í rúm að lesa góða bók.

  3. Auðveldur sigur júnæded á Norwich í kvöld, og tek undir með Aðalsteini að taflið gæti verið að snúast við og ég spái því að júnæded verði komnir upp í 6.sætið um miðjan febrúar, mun þá gerast hægt, en samt nokkuð örugglega. Annars held ég að Norwich sé rétt í þann mund að taka við af Stoke sem langlanglangleiðinlegasta liðið í premíunni.

    Svo væri gaman að fá hér afsökunarbeiðni frá KSÍ-manninum okkar í tilefni af þessu miðasöluklúðri. Skal draga þessa beiðni mína til baka ef Dagur reddar mér 2 miðum á leikinn.

    1. Hitti KSÍ manninn á tónleikum í kvöld og þóttist hann enga ábyrgð bera á klúðrinu. Ég var reyndar ekkert sérlega harður við hann, enda á ég miða á leikinn… og hafði ekkert fyrir því að redda mér.

      Þessir þrír sigrar United eru allt heimasigrar. Vissulega batamerki á liðinu en maður er klárlega farinn að hlakka til að sjá hvað Moyes gerir í janúarglugganum. Miðað við yfirlýsingar frá klúbbnum má búast við nokkrum elítumönnum til liðsins. Þangað til mun þetta væntanlega vera ströggl… það vantar jú 10 leikmenn til liðsins samkvæmt Brendan Rogers.

    2. Einn stærsti þátturinn í gagnrýni minni seinustu mánuði og þannig er það búið að vera meira og minna undir stjórn Hughton er hversu leiðinlegt þetta er orðið.

  4. Nú þegar um það bil tveir sólarhringar eru liðnir frá slátruninni á OT þá hefur ekki heyrst hósti né stuna frá Norfolk um hugsanleg stjóraskipti á Carrow road. Hvað veldur því? Voru væntingarnar ekki meiri fyrir leikinn? Er kannski verði að sansa nýjan stjóra á bak við tjöldin og Spursaranum leyft að tapa gegn báðum Manchester liðunum þangað til? Verður kannski nýr stjóri upp í stúku gegn City og tekur þá formlega við eftir að þeim leik lýkur – eða er kannski allt í lukkunar velstandi hjá Spursaranum og hann ekki hætt kominn í stjórastólnum eins og við mætti búast?

    Spyr sá sem ekki veit!

    Tek svo fram að ég er spenntur fyrir risaslag helgarinnar, QPR vs. Derby! Virkilegur prófsteinn fyrir Macca að mæta þeim sifjaða á útivelli. Nú sér maður úr hverju hann er gerður!

    1. Það getur ekki annað verið en það sé í það minnsta eitthvert plan B komið í gang. Það þarf eitthvað mikið að gerast, tel ég, til að þetta verði spurningin um eitthvað annað en vikur. klárlega er maðurinn kominn með gula spjaldið. Í það minnsta frá stórum hópi stuðningsmanna og ef að líkum lætur frá McNally sjálfum.

      Ég hef lítið haft tíma til að velt fyrir mér arftaka. Til að byrja einhversstaðar vil nefna einn langsóttan en þó nálægan.
      Við höfum í okkar herbúðum mann sem gæti örugglega tekið við þessu, alla vega tímabundið meðan verið að finna rétta manninn. Hann er vinsæll innan félagsins og nýtur virðingar og ég er ekki að tala um Bryan Gunn 🙂 Þetta er fyrrum leikmaður félagsins, Neil Adams.
      Hann hefur verið að viða að sér reynslu og menntun á undanförnum árum og vann það afrek í fyrra að vinna FA Youth Cup með U-18 liði NC þegar þeir unnu fokdýrt lið Chelsea í úrslitum.

      Þetta hefur ekki farið framhjá knattspyrnuheiminum hér ytra og hefur nafn hans verið að dúkka upp í tengslum við “alvöru” stjórastöður. Það er þó líklegra, og hefur heyrst líka, að ef NC fara eftir erlendum stjóra næst að þá gæti Adams verið tilvalinn aðstoðarmaður. Öllum hnútum kunnugur og allt það.

      Ég fer svo kannski að tína hér inn alvöru kandídata ef við verðu gjörsamlega kjöldregnir á laugardaginn…..sem mér finnst verulega líklegt.

      1. Ég skal henda hér alvöru nafni í hattinn sem við nágrannarnir, Norwich-mennirnir og vinirnir, Eric og ég erum sammála um að eigi að vera í hattinum. Þetta er reyndar hans fyrsti valkostur, Di Matteo.

        1. http://www.pinkun.com/norwich-city/injured_norwich_city_midfielder_alex_tettey_out_for_several_weeks_and_ricky_van_wolfswinkel_is_also_missing_for_manchester_city_1_2953456?utm_medium=facebook&utm_source=twitterfeed

          Óveðursskýin á lofti hvert sem litið er á Carrow núna.

          Gaman að sjá vefstjóra kasta fram “alvöru” nafni hér. Hann hafði reyndar áður daðrað við nafn Di Matteo. Þannig að þá er kominn sú athyglisverða staða að einu nöfnin sem “meddinn” hefur sett fram til þessa eru tveir ítalar! Hver hefði trúað því? Mætti segja mér að Ævar nokkur Þór sé sáttur við þessa óvæntu meldingar.

          Mér finnst sjálfum Di Matteo vera sá líklegasti í stöðunni. Hann hefur gert fína hluti í úrvalsdeildinni þó svo hann hafi aldrei stoppað lengi við. Held að hlutur hans hjá W.B.A. hafi nú verið vanmetinn og hann látinn fara of snemma og þar á eftir tók hann CL með Chelsea. Ekki slæmt. Abbi beið svo eftir fyrstu mögulegu afsökun til að reka hann um haustið eftir að hafa leitað allt sumarið að einhverjum öðrum stjóra með stærri prófíl.

          Auk þess eru ekki svo margir stjórar þarna úti með reynslu í úrvalsdeild, þ.e. ekki einhverjir sem eitthvað vit er í. Di Matteo er einn af þeim sárafáu.

          Þannig að ég spái því að það verði lendingin.

          En endilega vil ég nú sjá fleiri nöfn frá vefstjóra þrátt fyrir það.

          En er ég sá eini sem er spenntur fyrir QPR vs. Derby?

Leave a comment