“Possession football” og árangurinn


Ég hef marg oft nefnt það hvað ég hef gaman af því að velta mér upp úr tölfræði fótboltans. Ég hef hins vegar lítið gert af því hér að deila með lesendum þessum vangaveltum mínum en ég gæti mögulega gert á því einhverja breytingu á næstunni.

Ég byrja hér á smá vangaveltum um „possession“ eða það sem ég kýs að kalla einfaldlega „spilið“.  Við fáum þessar upplýsingar meira og minna í hverjum leik. En hvað segja þær okkur þessar upplýsingar í raun og veru?
Það er augljóst þegar við fáum það á skjáinn að seinustu 10 mínúturnar hefur annað liði verið með 70% af spilinu, þá höfum við veitt því athygli að annað liðið hefur meira og minna verið með boltann. Hvað við höfum orðið vitni að, að öðru leyti, getur svo reynst óskaplega misjafnt. Við gætum hafa séð liði sem stýrir leiknum vaða í færum og skora mörk á þessum tíma yfir í að ekki hafi skapast eitt einasta færi.  Í stóra samhenginu segja því þessar prósentutölur okkur lítið einar og sér. En, þær gefa klárlega vísbendingar og segja okkur mögulega eitthvað um líkurnar.

Af töflunni hér að neðan gætum við dregið þá ályktun að „kick & run“ fótbolti lifi góðu lífi og sé árangursríkur. Liðið sem situr í 2. sæti deildarinnar með fullt hús stiga er það lið sem minnst hefur haft af spilinu í fyrstu leikjum deildarinnar.
Þetta hlýtur að gefa vísbendingu um það að þessar upplýsingar verði að setja í nýtt samhengi svo sem leikaðferð en ekki síst spyrja spurninganna um gæði spilsins.

Í rannsóknum spekinga á íþróttinni eins og hún er spiluð í MLS kom í ljós að lið eru líklegri til að ná árangri ef þau eru með minna en 50% spilsins. Þetta kölluðu menn þar á bænum „counter-intuitive phenomenon.“
Nú má vera að fótboltinn í henni Ameríku sé spilaður í heildina á svolítið annan veg en það sem við helst fylgjumst með en engu að síður verulega athyglisverðar niðurstöður.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hvað þú gerir með boltann þegar þú hefur hann sem skiptir mestu máli. Gæði spilsins. Hvað þú skapar, ef eitthvað. Eða með orðum fyrrum „dircetor of football“ hjá Liverpool, Comolli:

„There is less of a correlation between possession and success than we supposed… it tends to be overrated by most clubs.”

Niðurstöður úr ensku úrvalsdeildinni  sýndu að á tímabilinu 2010/11 hafði sigurlið að meðaltali 50,1% af spilinu. Á fimm tímabilum frá 2009 til 2014 fór þessi tala einungis einu sinni einu sinni upp í tæp 60% en þó nær 60 en 50 að meðaltali.
Hins vegar ef þetta er skoðað í meistaradeildinni, þá má sjá að lið sem hafa meira af spilinu vinna í 67% tilfella.
Ef veikari deildir eru skoðaðar í samanburði við þær sterkustu þá virðist iðulega mega finna að líkurnar hafa snúist við og liðin sem eru meira með boltann eru líklegri til að tapa. Svo dæmi sé tekið þá skoðuðu menn Áströlsku A-League og þar var 57% líkur á að liðið með meira spil tapaði leik sínum. Hafa menn reynt að færa rök fyrir því að ástæðan sé að betri leikmenn þurfi til að spila „possession football“.

Í þessari grein Jonathan Liew hjá The Telegraph segir m.a:

„But as a means for predicting the winner of a football game, possession is deeply unreliable. A far better metric in this regard is shots on goal, or “shot supremacy”: the ratio of shots on goal to shots conceded, which has been proven to have a strong correlation with points.

More often, possession is the by-product of a good team, rather than the other way round. The higher the standard of the competition, the more likely you are to find players with the skill levels required to play successful possession football.“

Niðurstöður Liew í grein hans eru athyglisverðar og tengir hann þær m.a. við Mourinho sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Ég ætla ekki að rekja þær hér enda ekki sammála þeim að fullu.
Hitt er klárt að þetta eru skemmtilegar pælingar og niðurstaða mín kannski þessi í stuttu máli:
Hversu mikið þú hefur af spilinu stendur fyrir lítið nema að það sé bakkað upp af annarri tölfræði s.s. fjölda hornspyrna, krossa, færi sköpuð, skot auk þess að halda sömu tölum í skefjum á þinum enda með góðri varnarvinnu.

Eftirfarandi tafla með þeim niðurstöðum sem þar eru, gefa okkur því í mesta lagi ákveðnar vísbendingar en lítið annað á þessum tímapunkti. Þegar líður á mótið verður gaman að skoða hvernig fara saman tölur um „possession“ og árangur.

Arsenal 60.7

Norwich 59.3

Man City 59.1

Swansea 56.8

Everton 55.65

Liverpool 54.4

West Ham 54.15

WBA 53.2

Man U 52.3

Bournemouth 51.85

Chelsea 51.6

Spurs 51.4

Sunderland 49.85

Southampton 49.75

Watford 49

Stoke 46.95

Newcastle 44.9

Aston Villa 43.1

Crystal Palace 38.65

Leicester 36.95

Að lokum ein athyglisverð tölfræði sem ég sá á Sky Sports í dag. Á fyrsta tímabili úrvalsdeildarinnar var algengt að enskir leikmenn væru um og yfir 70% af leikmönnum í hverri umferð. Um seinustu helgi voru 30% leikmanna enskir.

8 thoughts on ““Possession football” og árangurinn”

  1. Þetta undirstrikar það sem hefur verið að liði Norwich undanfarið, mikið með boltann en eiga erfitt með að koma honum í markið.

  2. Ha!? Ég tel það alls ekki svo slæmt að hafa skorað 5 mörk í 2 fyrstu leikjunum og að auki að vera neitað um “stone wall” víti til að bæta því 6 við.
    Sitjum reyndar uppi með það fyrir skandal að einungis 4 af þessum fimm mörkum standa.

  3. Góður pistill. Það getur verið pirrandi þegar sár stuðningsmaður fer að rausa um að liðið hans (sem tapaði) hafi verið mikið meira með boltann. Þetta er einmitt ekkert sem beintengist við árangur, nema þegar hlutfallið af spilinu er komið í 80% eða meira. Þetta hlutfall milli skapaðra færa, markskota o.fl. sem liðið þitt á gegn því sem það fær á sig er mun heppilegri kvarði.

    Annað sem má þó velta fyrir sér er þegar að tölfræðin sýnir að lið er að eiga mun minna af spilinu en vaninn er að meðaltali. Það finnst mér ágætismerki um að liðið sé líklega að tapa. Við erum jú með töluvert af liðum sem vilja halda boltanum, og önnur sem leggja ekki jafn ríka áherslu á það.

  4. Það var gama á Pittodrie í dag. Ágætis frammistaða hjá mínum heimamönnum og 4 sigrar í fjórum og Rooney að detta í gang.

    Einnig góð frammistaða hjá NC og ótrúlegt að við skyldum ekki fara með öll 3 stigin. Einungis stórleikur Butland í marki Stoke stóð í veginum. Við höfum engu að kvíða og Merson í vandræðum með að gefa okkur nægilega mikið kredit á sama tíma og hann reyndar vara við því að ef við tökum ekki hærra hlutfall af dauðafærunum þá gætum við endað í vondum málum. Fair enough! Við þurfum heitan framherja.

    Var að klára að horfa á Sociedad (mína menn í La Liga) ná jafntefli á útivelli gegn Deportivo. Hafði litla þolinmæði og satt best að segja fór nokkuð hratt yfir sögu. Þetta var lítið skemmtilegt og fátt bendir til að mikið hafa breyst í þeirri deild frá síðasta tímabili.
    Moyes verður að hleypa einhverju lífi í þetta ef stuðningsmenn eiga ekki hreinlega að drepast úr leiðindum!

    1. Solid stig á erfiðum útivelli hjá Moyes.

      0-0 úti og 1-0 heima – það er planið og er það vel að mínu mati.

  5. Eftir nethring sýnist mér ekkert vera að gerast á markaðnum hjá Norwich, nema hugsanlega er einn leikmaður á förum frá félaginu.

    1. Ef það er eitthvað sem maður getur verið alveg viss um þá er það að treysta ekki fjölmiðlum þegar kemur að þessum hlutum. Mikið af uppspuna og haldlitlum vangaveltum.
      Einnig hefur það verið venjan undir stjórn McNally að reyna að halda sem mestu úr kastljósinu.
      Það er klárlega ýmislegt í pípunum þó svo að hægt gangi að landa einhverju bitastæðu nú eða á hinn veginn ná að losa sig við einhverja af þeim sem mega (eða þurfa) að fara.

      Ég var bæði fúll og stressaður yfir því að ekkert gerðist fyrir fyrstu umferðina en hef verið sallarólegur síðan og tel fullvíst að þeir félagar (Neil + McNally) ná markmiðum sínum.

Leave a comment