Tippdeild hennar hátignar


Þá er þetta allt saman komið af stað og 17 spekingar hafa hafið leik í Tippdeild Boltaspjallsins. Það er varla hægt að birta heildar árangurinn á opinberum vettvangi því það er skammarblettur á þessu. Það er auðvitað með ólíkindum að allir nema einn skuli hafa fallið á fyrstu hindrun og ekki getað aulast til að finna ein örugg úrslit á 13 leikja seðli til að hengja sig í. Enn betra að 15 af 17 skuli hafa haldist í hendur fram af bjarginu og trúnni á Chelsea. Þar er vefstjóri í hópi þeirra seku og sér eftir því að hafa ekki hlustað á sjálfan sig þegar hann í umræðum við efsta mann (Alla) fyrir tveimur dögum síðan, upplýsti og tók undir raddir spekinga sem áttu ekki von á að því að framtíð Chelsea væri jafn björt og hjörðin vildi vera láta.

Hvað sem því líður þá er einn tippari Aðalsteinn J. Halldórsson, sem ber höfuð og herðar yfir aðra eftir þessa fyrstu umferð og fær hann titlinn, spámaður umferðarinnar. Ekki einungis náði hann að sýna þá skynsemi að hafa örugga réttan heldur hafði hann flesta einstaka leiki rétta að auki, eða 7. Þetta þýðir að hann hefur ótrúlega 6 stiga forystu.

Ég mun ekki einungis tilgreina spámann hverrar umferðar heldur einnig versta spámann hverrar viku og besta og versta spádóm hverrar umferðar.
Tvennir spádómar stóðu upp úr. Alli átti einn manna jafnteflis spádóm á leik Hacken – Gelfe. En spádóm vikunnar að þessu sinni á Hilmar Dúi sem einn manna setti tvist á viðureign Bournemouth og Aston Villa.

Það gæti reynst snúnara að velja versta spádóm hverrar viku, alla vega til að klína því á einn einstakan keppanda. Ef frammistaðan er skoðið í þessari fyrstu umferð þá stendur þrennt upp úr. Vefstjóri kemur sterkur inn með heimasigurs spádóm hans manna gegn Palace. Alli afrekaði það einnig að vera langt frá réttum þegar hann setur útisigur á Reading sem endaði sem heimasigur Birmingham. Hins vegar er bara ekki hægt annað en að taka þá hópskitu sem kostaði keppendur samanlagt 45 stig, og brennimerkja hana sem versta spádóm umferðarinnar. Heimasigur og „öruggi“ á Chelsea er því versti spádómur fyrstu umferðar og þeir taki það til sín sem eiga það.

Versti spámaður vikunnar er Andri Valur. Það þarfnast í sjálfu sér ekki skýringar en það er afreka að koma sér í mínus skor í þessari keppni

3 thoughts on “Tippdeild hennar hátignar”

    1. Ég hef aldrei dottið í tölfræðina. Kannski vegna þess að fag með sama nafni var alveg merkilega leiðinlegt í skóla.

      Annars bíð ég spenntur eftir næstu helgi, reikna með því að sigra aftur – þó með heldur minni mun.

  1. Það var erfitt að ná sér niður eftir vonbrigði helgarinnar. Góðu fréttirnar eru þær að dómarinn Simon Hooper fær væntanlega ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni til að eyðileggja.
    Ég sé það hvergi umdeilt á meðal pöndita að hann tók af okkur löglegt mark auk þess að dæma ekki “stonewall” vítaspyrnu þegar brotið var á Bassong. Er þá ekki allt talið sem finna má að frammistöðu hans.

Leave a comment