Stutt til jóla


Það nálgast óðfluga að nýtt tímabil hefjist, eins og flestir sjá það, með 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er spenna í lofti og menn eru uppteknir við að spá í spilin. Ég mun vissulega ekki láta mitt eftir liggja og mun henda inn formlegri spá í tíma fyrir fyrstu leiki. Jafnframt mun ég enn einu sinni ýta úr vör Tippdeild og verður notast við gamalt og siglt afbrigði leiksins sem spilað var fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir. Áhugasamir geta sett sig í samband við vefstjóra og fengið frekari upplýsingar, hafi þeir áhuga á að vera með. Í þessum pikkuðu orðum er útlit fyrir góða þátttöku.

Ég hlakka auðvitað til að herlegheit úrvalsdeildarinnar fylli sjónvarpsskjáinn, ekki síst þar sem mínir menn í Norwich City eru mættir til leiks að nýju í hópi þeirra bestu. Hins vegar er tímabilið að verða mánaðar gamalt hjá mér persónulega og mínir heimamenn í Aberdeen FC haldið mér við efnið og eru að fara að spila sinn 5. leik í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.
Tvennir andstæðingar hafa verið lagðir og nú er það FC Kairat Almaty frá Kazakhstan sem næstir eru í röðinni. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin og þarna er á ferðinni eitt af þessum Austur-Evrópsku liðum sem dúkkað hefur upp á síðustu árum eftir að hafa verið fóstrað af fjársterkum aðilum heima fyrir. Við ættum samt alveg að eiga raunhæfan möguleika en þetta stendur væntanlega og fellur með niðurstöðunni úr útileiknum á fimmtudaginn.

Eins og venjulega á þessum árstíma horfi ég stíft til þess hvað er að gerast í undirbúningi minna liða og hingað til er þetta búin að vera vonbrigði og óttalega ergilegt. Frekar lítið að gerast  á tvennum vígstöðvum af þremur.
Á Carrow er ekkert frágengið nema kaupin á Mulumbu frá WBA. Hann kemur á „free“ og verður eflaust góð viðbót í hópinn. Yfirlýst markmið var að lágmarki 4 – 5 nýjir leikmenn inn miðað við þær forsendur að við héldum lykilmönnum.
Mögulega eru kaupin á Írska landsliðsmanninum Robbie Brady loksins að ganga í gegn á næstu klukkutímum og væri það uppörvandi.
En, mér sýnist þó liggja fyrir nú þegar að ef landa á viðbótar mannskap þá er hann ekki að fara að setja mark sitt á liðið í fyrstu umferðum mótsins og allt eins líklegt að menn verði að eltast við að bæta mönnum við allt til loka gluggans. Þetta er, að mínum dómi, alls ekki nægilega góð frammistaða.
Engar stærri sölur hafa átt sér stað hvað sem síðar verður og það er auðvitað bara hið besta mál.

Mínir menn í La Liga og þeirra stjóri, „minn“ maður David Moyes marg gaf það í skyn að hann væri líklegur til að styrkja sitt lið fyrir komandi vertíð og þá jafnvel með leikmönnum úr úrvalsdeildinni. Enn sem komið er bólar ekkert á slíku og einungis spurst af honum í biðröðum eftir hinum eða þessum úrvalsdeildarleikmönnum.
Moyes hefur þó ekki setið auðum höndum alfarið og seinast í gær keypti hann 26 ára sóknarmann, brassan Jonathas de Jesús sem spilaði með Elche á síðasta tímabili og skoraði  þar 14 mörk í 34 leikjum. Áður var hann búinn að landa Portúgalska sóknarmanninum Bruma á lánssamningi frá Galatasary og Mexíkóanum sterka Diego Reyes frá Porto, sömuleiðis á lánssamningi. Þetta gæti því verið að skríða saman hjá Moyes-aranum.

Helstu vonbrigðin eru brotthvarf Alfreðs Finnbogasonar frá félaginu til Grikklands. En satt best að segja kemur það ekki stórkostlega á óvart þar sem hann náði aldrei að fóta sig á Anoeta á síðasta tímabili.

Hér hjá mínum heimamönnum í Aberdeen juða menn hægt og hljótt við að byggja undir. Rétt eins og stuðningsmönnum var sagt þá er ekkert að gerast hratt eða í stórum stökkum en augljóst að menn vinna að því einarðlega að koma félaginu aftur á kortið með öllum þeim ráðum sem í boði eru miðað við aðstæður og fjárhagslega burði.
McInnes hefur styrkt hópinn og gæti átt eftir að bæta enn frekar í hann ekki síst ef svo atvikast að frekari Evrópu-bolti verði á boðstólum þegar líður á haustið.

Það er því bara gaman að vera til í boltheimum og kristaltært að mín lið eru öll á uppleið….eða er það ekki annars?

19 thoughts on “Stutt til jóla”

  1. Netheimar segja Andre Wisdom vera að ganga til liðs við Norwich frá Liverpool á lánssamningi út tímabilið. Norwich muni greiða 1,25 milljón punda fyrir það!

    1. Þetta kallar á tafarlaus viðbrögð vefstjóra – nú og Púlara sömuleiðis! Eitthvað segir mér að Púlarar verði sáttari við þennan ráðahag en vefstjóri.

      Norwich verða að styrkja sig meira. Annars fellur liðið. Brady og Wisdom er fínt start að mínu mati.

      1. Ég sé ekkert að þessu. Ungur og efnilegur leikmaður sem gæti í það minnsta gefið okkur “cover” í vinstri bakvörðinn.

  2. Wisdom verður í vor valinn besti leikmaður Norwich á tímabilinu. Það er nokkuð augljóst að ég tel.

    Wisdom var hugsaður sem cover fyrir næsta season og ekki var reiknað með því að hann færi á lán eitthvert. Þetta var áður en Joe Gomez kom og hans frammistaða veldur þessum lánssamning. Ég hugsa að allir aðilar geti vel við unað, félögin bæði og Wisdom sjálfur.

    1. Allt á uppleið! Mér lýst vel á að fá leikmenn með úrvalsdeildarreynslu. Er það ekki bara Javier hernandez næst?

    1. Ég held að öllum eigin nú að vera löngu ljóst hver mín afstaða er í þessu máli, burt séð frá því hver hún var. Vissulega er ekkert hægt að gera nema að fagna því ef karlinn er til í að sitja áfram og megi blómatíð hans lifa sem lengst.

  3. Ignasi Miquel farinn frá Norwich. Er það ekki nett sjokk?

    Og hvað segir vefstjóri um Gregoire Defrel? Orðrómurinn er orðinn funheitur! Maður verður hreinlega að passa sig að brenna sig ekki á lyklaborðinu.

    1. Algjört flopp! Ekkert flóknara en það. Það hefur ekki vantað væntingarnar þar sem hann hefur farið um. En, ekkert sýnt til að verðskulda þær svo ég hafi séð.
      Ég þekki þennan Gregoire Defrel ekki nokkurn skapaðan hlut. Sé ekkert um hann sem segir mér að hann eigi eitthvað erindi í úrvalsdeildina. En kannski veit einhver eitthvað sem ég veit ekki, aldrei þessu vant 🙂

  4. Ég bíð spenntur eftir leik minna manna í Kazakhstan klukkan 15:45 (14:45 Ísl) í dag. Mun sitja yfir þessu á netinu og vonandi nást hagstæð úrslit.
    Annars er þetta magnað dæmi allt saman. Mikill tímamunur (5 tímar). 5500 km. ferð (aðra leiðina). Það er lengsta ferðalag á vegum UEFA, i keppni á þessu ári. Borga 200 þús. pund fyrir leiguþotu. Koma heim eftir 11 þús. km ferðalag til þess að spila fyrsta leik í Skosku úrvalsdeildinni um helgina.

    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/33714222

    Ég er hræddur um það að liðið megi mögulega sætta sig við að þurfa að “fórna” stigum í fyrstu umferðum, eins og í fyrra, fyrir velgengni í þessari forkeppni.

    Ef svo ólíklega vill til að einhver vill upplýsingar um hvar hægt er að horfa þá er bara að setja sig í samband hér.

  5. Fyrri hálfleik lokið í Kazakhstan og mínir Rauðu voru lengi í gang og tóku fyrir það 2 mörk í refsingu. Hafa síðan vaxið hægt og bítandi inn í leikinn og jafnt á flestri tölfræði leiksins ef undan eru skilin fyrrnefnd mörk.
    Vonandi ná menn pressu í síðari hálfleiknum og miklvægu útimarki/mörkum.
    Vantar að sjá McInnes taka svolitla áhættu og setja meira í sóknarleikinn. Ekki hægt að horfa upp á það að tæplega 30 marka maður skuli lítið spila í þessari forkeppni þar sem varkár taktík er því miður að verða full fyrirferðarmikil.
    COYR!

      1. Nærvera þín getur nú ekki annað en tryggt sigur. Í það minnsta man ég ekki betur en að Norwich hafi unnið hvern einasta leik sem ég horfði á með þér á Grundargarður Park, he hemmmm.

  6. Jæja, það er kominn tími á spá. Vefstjóra er frjáls að færa þetta svo í sér pistil.

    1. Chelsea – Of sterkir. Móri. Nóg sagt. Skíta aftur á sig í CL.
    2. Liverpool – Mér lýst vel á sænin. Göttfílíngið ræður hér för líka.
    3. ManUtd – LvG ætlaði sér að sigra deildina í ár en það mun hann ekki gera. Varnarvandræði og markmannsvandræði er eitt og sér nóg til að tryggja að svo verði ekki.
    4. Arsenal – Arsenalsætið heitir þetta.
    5. ManCity – Flopp tímabilsins. Aguero mikið meiddur og hópurinn ekki nægilega sterkur. Sterling floppar.
    6. Tottenham – Spurs á kunnulegum slóðum. Levy verður hæstánægður.
    7. WBA – Pulis!!!
    8. Stoke – Hughes!!!
    9. Swansea – Monk!!!
    10. Southampton – Liðið heldur áfram að spila yfir getu.
    11. WestHam – Slaven mun enda í 11. sæti og aðdáendur munu rifna úr stolti úr ánægju. Big Sam mun ekki skilja hvers vegna og verður ekki einn um það.
    12. Crystal palace – Pardusinn siglir þessu þægilega í höfn.
    13. Everton – Annað flopp tímabilsins. Moyes vörnin farinn að þynnast og vandræðin hefjast fyrir alvöru.
    14. Norwich – Sör Alex kandídat sem stjóra tímabilsins.
    15. Newcastle – McLaren verður rekinn í mars en þeir hanga samt uppi.
    16. Aston Villa – Sherwood verður rekinn á tímabilinu en rétt eins og Newcastle slefa þeir sér áfram í gegnum fallbaráttuna.
    17. Sunderland – Pétur Skarp verður rekinn og Big Sam kemur til bjargar og kemur liðinu upp í 17. sæti á síðustu metrunum.
    18. Watford – Þeir munu sjá eftir því að hafa rekið Jóka.
    19. Leicester – Fálkinn í sínu síðasta framkvæmdarstjóradjobbi.
    20. Bournemouth – Of lítill klúbbur fyrir Úrvalsdeild.

Leave a comment